Yngri flokkar - Elísabet aftur í byrjunarliðinu gegn Pólverjum

06.okt.2022  13:54

Elísabet Rut Sigurjónsdóttir lék aftur með U15 ára liði Íslands í dag er liðið mætti gestgjöfum Póllands, en hún spilaði fyrstu 63 mínútur leiksins. Ísland leiddi 1:0 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleik hrundi leikur liðsins og Pólverjar skoruðu fjögur mörk á stuttum tíma. 

Ísland minnkaði muninn í 4:2 rétt áður en Elísabet fór af velli. Lokatölur voru 6:3 og Ísland því með 3 stig fyrir lokaleikinn gegn Litháen.

Elísabet lék í vinstri bakverði í leiknum en hún er oftar en ekki sóknarmaður hjá yngri flokkum félagsins. Hún átti nokkra góða spretti og takta jafnt varnarlega sem sóknarlega.

Síðasti leikurinn verður á sunnudaginn áður en liðið heldur aftur til Íslands.