Yngri flokkar - 9 drengir á landsliðsæfingar HSÍ

04.okt.2022  12:24

Morgan, Andri, Andri, Elís, Andrés, Elmar, Hinrik, Ívar og Arnór

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon landsliðsþjálfarar U-15 í handbolta, hafa valið Morgan Goða Garner til æfinga dagana 14.-16. október nk. Allar æfingar liðsins fara frama á höfuðborgarsvæðinu.

Haraldur Þorvarðarson og Ásbjörn Friðriksson landsliðsþjálfarar U-16 í handbolta, hafa valið Andra Erlingsson, Andra Magnússon og Elís Þór Aðalsteinsson til æfinga 14.-16. október nk. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

Heimir Ríkharðsson og Einar Jónsson landsliðsþjálfarar U-19 í handbolta, hafa valið Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Huga Heiðarsson og Ívar Bessa Viðarsson til æfinga dagana 12.-16. október nk. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson landsliðsþjálfarar U-21, hafa valið Arnór Viðarsson til æfinga 12.-15. október nk. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

 

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið!