Þóra Björg Stefánsdóttir, leikmaður ÍBV, var með U19 ára landsliði Íslands í Svíþjóð á dögunum þar sem liðið lék æfingaleiki við sterkar Norðurlandaþjóðir, Noreg og Svíþjóð.
Þóra hóf fyrri leikinn sem tapaðist gegn Noregi 1:3 en hún lék vel í leiknum, seinni leikurinn sem fór fram í dag vannst með 2 mörkum gegn einu á móti Svíþjóð.
Flottur árangur hjá Þóru og liðsfélögum hennar að leggja að velli Svía á þeirra heimavelli.