Yngri flokkar - Birna María í hóp U15 ára landsliðsins

05.ágú.2022  17:44

Birna María Unnarsdóttir var valin í hóp U15 ára landsliðs Íslands sem mun æfa og halda til Færeyja seinna í ágúst.

Birna hefur staðið sig gríðarlega vel í 3. og 2. flokki ÍBV og er þar lykilmaður í góðum liðum. 

Það er Ólafur Ingi Skúlason sem þjálfar U15 ára landslið kvenna en liðið mun leika æfingaleiki við Færeyjar þann 16. og 18. ágúst í Klaksvík. 

ÍBV óskar Birnu til hamingju með landsliðssætið og velfarnaðar í verkefninu.