Þóra Björg Stefánsdóttir átti frábæran leik er íslenska landsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri spilaði við finnska landsliðið í sama aldursflokki á dögunum.
Þóra kom inn af bekknum í fyrri leik liðanna og ógnaði nokkrum sinnum marki Finna en þar tapaðist leikurinn 0:1.
Í síðari leiknum fékk Þóra byrjunarliðssæti og gerði gott mark í byrjun síðari hálfleiks, markið dugði til að Ísland gerði jafntefli við Finna 2:2.
Á myndinni að ofan má sjá byrjunarlið Íslands í leiknum.