Fótbolti - Jonathan besti þjálfari fyrri hlutans - Olga í liðinu

29.jún.2022  12:30

ÍBV hefur farið virkilega vel af stað í Bestu Deild kvenna sem er nú rétt rúmlega hálfnuð. Löng pása er tekin við vegna Evrópumótsins þar sem leikmenn úr deildinni eru nokkrir í landsliðshópnum.

Fyrri hlutinn var gerður upp á Stöð2Sport fyrir stuttu og voru tveir fulltrúar frá ÍBV í liði fyrri hlutans. Þjálfarinn okkar Jonathan Glenn var valinn besti þjálfari fyrri hlutans en liðið sat í 3. sæti deildarinnar og vann sér t.a.m. inn 4 stig í útileikjunum gegn Val og Breiðabliki sem hafa verið leiðandi öfl í deildinni síðustu ár.

Olga Sevcova hefur á sama tíma verið áberandi í liði ÍBV og hlaut hún viðurkenningu fyrir það og var í liði fyrri hlutans ásamt mörgum öflugum leikmönnum.

Frábærir fulltrúar ÍBV sem halda vonandi áfram að gera góða hluti í Bestu Deildinni, þar sem ÍBV situr nú í 4. sætinu.