Yngri flokkar - Átta stelpur á landsliðsæfingar hjá HSÍ

13.apr.2022  08:51

Anna Sif, Ásdís Halla, Bernódía Sif, Birna Dís, Birna María, Sara Margrét, Alexandra Ósk og Herdís

Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson landsliðsþjálfarar U-15 í handknattleik hafa valið Önnu Sif Sigurjónsdóttur, Ásdísi Höllu Pálsdóttur, Bernódíu Sif Sigurðardóttur, Birnu Dís Sigurðardóttur, Birnu Maríu Unnarsdóttur og Söru Margréti Örlygsdóttur á æfingar með U-15 landsliðinu 22.-24. apríl, allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

 

Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson landsliðsþjálfarar U-16 í handknattleik hafa valið Alexöndru Ósk Viktorsdóttur og Herdísi Eiríksdóttur á æfingar með U-16 landsliðinu 21.24. apríl, allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

 

ÍBV óskar þessum flottu stelpum til hamingju með valið!