Fótbolti - Glænýir ÍBV jakkar komnir í sölu!

11.mar.2022  20:00

ÍBV hefur nú til sölu glænýja jakka en þeir koma nú í tilefni þess að báðir meistaraflokkar félagsins í fótbolta leika nú í Bestu deildinni árið 2022. 

Týsheimilið er opið fyrir mátunum frá 8-12 og 13-16 virka daga. 

Jakkarnir eru til í 5 stærðum, S, M, L, XL og XXL og kosta 6.900 kr. Hægt er að máta jakkana og senda inn pöntun til 28. mars.

Hér er pöntunarsíða fyrir jakkana, en ef einhverjar spurningar vakna má alltaf senda póst á knattspyrna@ibv.is.

Mætum klár í efstu deild!