Yngri flokkar - Rakel Perla og Elísabet Rut valdar í yngri landslið

22.feb.2022  11:36

Vestmannaeyingarnir Rakel Perla Gústafsdóttir og Elísabet Rut Sigurjónsdóttir hafa báðar verið valdar til æfinga með U15 annars vegar og U16 ára landsliði Íslands hinsvegar en liðin koma til með að æfa í næstu viku.

Það er Magnús Örn Helgason sem þjálfar bæði landslið.

Stelpurnar léku báðar um helgina með meistaraflokki liðsins gegn KR í Lengjubikarnum, en þar tefldi ÍBV fram 18 uppöldum Vestmannaeyingum. Næsti leikur meistaraflokks kvenna er á sunnudaginn gegn Selfossi.