Fótbolti - Ragna Sara á æfingum með U19 ára landsliðinu

22.feb.2022  11:25

Ragna Sara Magnúsdóttir, varnarmaður ÍBV, er þessa dagana á æfingum með U19 ára landsliði kvenna en liðið hóf æfingar í gær og standa þær yfir þangað til á morgun.

Margrét Magnúsdóttir er nýr þjálfari landsliðsins og valdi Rögnu í sinn fyrsta hóp. Í apríl leikur U19 ára landsliðið í milliriðli í undankeppni EM 2022 og verður hópurinn fyrir það verkefni tilkynntur í mars.

ÍBV óskar Rögnu Söru til hamingju með valið og áframhaldandi velgengni á fótboltavellinum.