Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U-19 kvenna, hefur valið leikmannahóp til æfinga til undirbúnings fyrir tvo vináttuleiki gegn Svíþjóð. Valdir eru 27 leikmenn sem æfa dagana 19.-21. nóvember. Eftir þá daga verða valdir 20 leikmenn sem leika gegn Svíþjóð. Lokahópurinn kemur svo saman 25. nóvember. Leikið verður í Fífunni í Kópavogi 27. nóv kl. 16:00 og Akraneshöllinni 29. nóv. kl. 14:00.
ÍBV á þrjá fulltrúa í þessum hóp, þær Helenu Jónsdóttur, Rögnu Söru Magnúsdóttur og Þóru Björgu Stefánsdóttur.
ÍBV óskar þeim til hamingju með valið!