Yngri flokkar - Birna María og Elísabet Rut á æfingar með U-15 hjá KSÍ

09.nóv.2021  14:03

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U-15 kvenna, hefur valið hóp sem æfir dagana 15.-17. nóvember en æfingarnar munu fara fram í Skessunni í Hafnarfirði.

ÍBV á tvo fulltrúa í hópnum, þær Birnu Maríu Unnarsdóttur og Elísabetu Rut Sigurjónsdóttur.

ÍBV óskar þeim til hamingju með valið!