Yngri flokkar - Kristján Logi í hæfileikamótun KSÍ

20.okt.2021  10:02

Kristján Logi Jónsson hefur verið valinn til að taka þátt í Hæfileikamótun KSÍ sem er fyrir drengi fædda 2007 og 2008. Kristján Logi er markmaður og spilaði hann með 4. flokk í sumar ásamt því að spila nokkra leiki með 3. flokk. Hann stóð sig mjög vel og var valinn efnilegasti leikmaður eldra ársins í 4. flokk á lokahófi yngri flokka fyrr í haust.

Hæfileikamótunin fer fram 20.-22. október og óskar ÍBV Kristjáni Loga góðs gengis.

Á myndinni hér fyrir ofan er Kristján Logi annar frá hægri.