Yngri flokkar - Íva Brá og Inga Sigurz við æfingar hjá U16 landsliði kvenna

19.okt.2021  09:30

Íva Brá Guðmundsdóttir og Inga Kristjánsdóttir Sigurz eru báðar við æfingar hjá U16 landsliði Íslands þessa dagana. Stelpurnar voru tvær af um þrjátíu stelpum sem eru nú við æfingar með liðinu. Æfingarnar fara fram í Skessunni í dag og á morgun. 

Magnús Örn Helgason er þjálfari U16 ára liðsins en báðar þessar stelpur hafa verið valdar oft til æfinga hjá liðinu. Íva og Inga stóðu sig báðar frábærlega með 2. flokki ÍBV á tímabilinu og fengu einnig báðar að koma við sögu í leik hjá meistaraflokki félagsins í Pepsi Max-deildinni. 

ÍBV óskar stelpunum góðs gengis á æfingunum.