Yngri flokkar - Fjórar stelpur frá ÍBV í hæfileikamótun KSÍ

19.okt.2021  09:35

Fjórar stelpur frá ÍBV hafa verið valdar til að taka þátt í hæfileikamótun KSÍ sem er fyrir stúlkur fæddar 2007 og 2008. Stúlkurnar sem um ræðir eru Ásdís Halla Hjarðar, Birna María Unnarsdóttir, Elísabet Rut Sigurjónsdóttir og Erna Sólveig Davíðsdóttir. Stúlkurnar léku allar með 4. flokki félagsins í sumar og stóðu sig virkilega vel ásamt öllu liði þeirra, sem komst í undanúrslit Íslandsmótsins.

Hæfileikamótunin fer fram 27. - 29. október og óskar ÍBV stelpunum góðs gengis. 

Á myndinni hér að ofan er Erna lengst til vinstri og Elísabet önnur frá hægri, en ásamt þeim á myndinni eru Agnes Líf Styrmisdóttir og Birna Dís Sigurðardóttir, sem einnig stóðu sig mjög vel í sumar.