Fótbolti - Ísak Andri til Eyja!

12.júl.2021  15:59

ÍBV hefur fengið Ísak Andra Sigurgeirsson lánaðan frá Stjörnunni. Hann verður hjá okkur út tímabilið sem eru frábærar fréttir fyrir síðari helminginn í Lengjudeildinni. Ekki nóg með það að Ísak sé gríðarlega efnilegur kantmaður, sem hefur spilað með U-16 Íslands, þá er hann ættaður úr Eyjum og þekkir hér vel til. Það er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði og þjálfurum með að Ísak sé kominn til ÍBV og þökkum við Stjörnunni lánið.

Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!