Fótbolti - Ian Jeffs tekur við meistaraflokki kvenna - Birkir aðstoðar

10.júl.2021  11:11

Í dag skrifaði Ian David Jeffs undir samning við ÍBV sem felur í sér að hann tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu út yfirstandandi tímabil. Ásamt því að vera aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins.

Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa mann með stórt ÍBV-hjarta líkt og Ian og þökkum við knattspyrnuráði karla, Helga Sig og Ian fyrir gott samstarf að lausn málsins.

Með Ian mun Birkir Hlynsson koma aftur inn sem aðstoðarþjálfari liðsins og væntum við góðs samstarfs þeirra á milli. Þeir munu mæta galvaskir í næsta leik.

Fyrir hönd knattspyrnuráðs kvenna, Sigurður O. Friðriksson.

ÁFRAM ÍBV