Yngri flokkar - 3. flokkur kvenna Íslandsmeistarar

14.jún.2021  08:58
Stelpurnar í 3. flokk í handbolta urðu Íslandsmeistarar um helgina eftir að þær sigruðu Hauka örugglega á úrslitadegi yngri flokka sem fram fór í Mosfellsbæ. Framtíðin er björt og hlökkum við til að fylgjast með stelpunum í framtíðinni. Þjálfarar stelpnanna eru þeir Hilmar Ágúst Björnsson og Sigurður Bragason.
 
Við óskum stelpunum og þjálfurum innilega til hamingju með frábæran árangur!