Yngri flokkar - 5. flokkur kvenna eldri Íslandsmeistarar

07.jún.2021  08:37

Stelpurnar í 5. flokk, eldra ár, í handbolta urðu Íslandsmeistarar í gær. Þær hafa átt ótrúlega flott tímabil í vetur og sigruðu alla leikina sína, þannig að það var aldrei spurning hvar titilinn myndi lenda, framtíðin er björt og hlökkum við til að fylgjast með stelpunum í framtíðinni. Þjálfarar stelpnanna eru þau Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hákon Daði Styrmisson.

Við óskum stelpunum og þjálfurum innilega til hamingju með frábæran árangur!