Fótbolti - Atli Hrafn til ÍBV

12.maí.2021  16:10

Það gleður okkur að tilkynna að Atli Hrafn Andrason hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Atli Hrafn kemur frá Breiðablik en hann hefur reynslu úr efstu deild með Blikum, Víkingi Reykjavík og KR. Þá á hann leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Við viljum bjóða Atla Hrafn velkominn til félagsins.

Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!