Fótbolti - Kristjana áfram hjá ÍBV

23.apr.2021  15:10

Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz verður á láni hjá ÍBV í sumar en hún var einnig á láni hjá félaginu í fyrra. Kristjana spilaði mjög vel á síðustu leiktíð og erum við ánægð að hún muni spila með liðinu áfram í sumar.

Kristjana kemur á láni frá Breiðabliki en hún hefur leikið 45 leiki með Augnabliki og Breiðabliki. Hún lék 17 leiki með ÍBV í fyrra og skoraði eitt mark, á móti Selfossi, sem reyndist gríðarlega mikilvægt.

Kristjana, sem er á nítjánda aldursári, er fjölhæfur leikmaður og mun eflaust koma til með að nýtast liðinu vel í ár, líkt og í fyrra. Hún lék vel í æfingaleik ÍBV og ÍA í gær, þar sem ÍBV vann 4:1 sigur.