Fótbolti - Áfram samstarf við N1

23.apr.2021  17:39

Í dag var undirritað samkomulag knattspyrnuráðs karla og N1 um áframhaldandi samstarf. N1 verður áfram framan á búningum meistaraflokks en samningurinn er til tveggja ára. ÍBV á allt sitt undir góðum styrktaraðilum, sem og stuðningsmönnum, og er mikil ánægja með áframhaldandi samstarf við N1. Það voru þeir Daníel Geir Moritz, formaður ráðsins, og Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 sem skrifuðu undir nýgerðan samning. Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!