Fótbolti - Díana Helga skrifar undir samning

27.feb.2021  12:47

Díana Helga Guðjónsdóttir skrifaði undir samning við ÍBV rétt áðan en hann gildir út leiktímabilið 2021. Hún mun því leika með liðinu í sumar.

Díana Helga Guðjónsdóttir skrifaði undir samning við ÍBV rétt áðan en hann gildir út leiktímabilið 2021. Hún mun því leika með liðinu í sumar.

Díana er uppalin hjá félaginu og lék upp alla yngri flokkana, hún er 22 ára gömul og leikur í stöðu bakvarðar. Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki þegar hún var 16 ára og hefur alls leikið 31 leik í deild og bikar og skorað í þeim eitt mark, sem kom gegn Keflavík árið 2018.

Díana lék einn leik í deildinni í fyrra auk fimm 2. flokks leikja.