Fótbolti - Breki Ómars framlengir við ÍBV

16.jan.2021  15:45

Sóknarmaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV og verður hjá liðinu út tímabilið 2022. Breki spilaði 6 leiki í Lengjudeildinni í fyrra en hann glímdi við meiðsli framan af sumri en endaði tímabilið af krafti. Breki spilaði á sínum tíma 20 leiki í efstu deild og skoraði í þeim eitt mark.

Knattspyrnuráð er ánægð með að hafa tryggt sér þjónustu Breka næstu tvö árin og óskar honum til hamingju með samninginn. Áfram ÍBV!