Fótbolti - Sigurður Arnar framlengir

10.jan.2021  17:43

Varnarjálkurinn Sigurður Arnar Magnússon hefur framlengt við ÍBV út tímabilið 2022. Sigurður hefur spilað stóra rullu í liði ÍBV síðustu ár og er mikil ánægja hjá félaginu með áframhaldandi samstarf. Sigurður hefur leikið 65 leiki fyrir ÍBV á ferilinum hingað til og skorað í þeim 5 mörk. 

Til hamingju með samninginn Siggi og áfram ÍBV!