Fótbolti - Jón Ingason valinn bestur

23.nóv.2020  13:00

Tómas Bent efnilegastur, Ásgeir ÍBV-ari og Gary markakóngur

Þjálfarar meistaraflokks karla hafa gert upp nýafstaðið tímabil og valið leikmenn ársins. Síðastliðið tímabil verður lengi í minnum haft fyrir margar sakir en þó líklega helst fyrir þau áhrif sem covid setti á það, en lokaundirbúningurinn fyrir sumarið fór að mestu fram með 2ja metra bili, stoppa þurfti mótið á miðju tímabili, félög fóru í sóttkví og að lokum var tímabilið flautað af eftir þriggja vikna stopp nú í lok október. Liðið var lengi í toppbaráttunni en það er óhætt að segja að fjöldi jafntefla hafi orðið til þess að liðið endaði í 6. sæti með 30 stig.Tvær umferðir voru eftir af Íslandsmótinu þegar það var flautað af ásamt bikarkeppninni en þar var liðið komið í undanúrslit.

Þeir sem hlutu viðurkenningar eftir tímabilið:

Leikmaður ársins: Jón Ingason

Efnilegastur: Tómas Bent Magnússon

ÍBV-ari: Ásgeir Elíasson

Markakóngur: Gary Martin