Fótbolti - Skór Jonathan Glenn á hilluna

11.nóv.2020  08:37

Jonathan Glenn hefur lagt skóna á hilluna. Óhætt er að segja að Glenn hafi komið inn af krafti til ÍBV á sínum tíma þegar hann skoraði 12 mörk í deild á sínu fyrsta tímabili. Hann sneri svo aftur 2019 eftir að hafa söðlað um en alls hefur Glenn skorað 26 mörk í 77 leikjum í deild og bikar fyrir ÍBV. Það er þó hreint ekki svo að Glenn sé að hverfa af braut því hann er yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu og hlakkar ÍBV til frekara samstarfs við Jonathan Ricardo Glenn. Takk fyrir leikina og mörkin og áfram ÍBV!