Fótbolti - Birkir Hlyns ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV

29.okt.2019  11:46

Birkir Hlynsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari m.fl. kvenna og mun vera Andra Ólafs til halds og trausts. Birkir er að ná sér í þjálfararéttindi hjá KSÍ en hefur áður þjálfað KFS. Saman munu þeir einnig þjálfa 3. flokk karla. 

Birkir er hárskeri, trillusjómaður og lífskúnster og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til ÍBV!