Fótbolti - Þorsteinn Magnússon nýr markmannsþjálfari ÍBV

25.okt.2019  13:19

ÍBV hefur samið við Þorstein Magnússon út næsta tímabil um að vera markmannsþjálfari hjá félaginu. Mun hann sinna markmannsþjálfun hjá meistaraflokki sem og 2., 3. og 4. flokki hjá báðum kynjum. Þá mun hann veita Halldóri Páli leiðsögn með markmannsþjálfun hjá yngstu iðkenndunum.

Þorsteinn, eða Steini eins og hann er gjarnan kallaður, er með UEFA A réttindi í þjálfun var síðast þjálfari hjá Fylki.

Við bjóðum Steina hjartanlega velkominn til ÍBV!