Fótbolti - Víðir, Felix og Óskar framlengja!

24.okt.2019  09:36

Eyjapeyjarnir Víðir Þorvarðar, Felix Örn og Óskar Zoega hafa skrifað undir nýja samninga við ÍBV. Víðir gerir tveggja ára samning, Felix þriggja og Óskar mun ásamt því að spila með liðinu koma af krafti í þjálfun yngri flokka sem og styrktarþjálfun hjá félaginu. 

 

Þetta eru gleðitíðindi fyrir ÍBV og óskum við strákunum til hamingju með nýja samninga.