Yngri flokkar - Æfingatafla 2019-2020

30.ágú.2019  13:38

Æfingatafla fyrir veturinn 2019-2020 er komin inn á heimasíðuna okkar og hefjast æfingar samkvæmt henni mánudaginn 2. september.

Um leið og æfingataflan tekur gildi þá verða flokkaskipti í fótboltanum þ.e. þau sem eru á eldra ári í flokkunum færast upp um flokk. Lokahóf yngri flokka í fótbolta verða í vikunni 9.-13. sept. (nánar auglýst síðar) og svo fer fótboltinn í haustfrí 20. sept. eftir frábært sumar.

Handboltatímabilið hefst formlega með nýrri töflu og hafa flokkaskipti einnig farið fram þar, nýjum iðkendum er alltaf velkomið að mæta á æfingar og prufa gjaldfrjálst fyrstu tvær vikurnar. Búið er að ganga frá ráðningu þjálfara yngri flokka og stefnir allt í skemmtilegan vetur.

Allar fyrirspurnir varðandi yngri flokka sendist á siggainga@ibv.is 

Hlökkum til að sjá ykkur - Áfram ÍBV!