Yngri flokkar - Handbolti - lokahóf yngri flokka

29.maí.2019  12:03

Lokahóf yngri flokkanna fóru fram sl. mánudag og þriðjudag.

5.-8. flokkur fóru í leiki í Herjólfsdal í einmuna blíðu á mánudaginn, spiluðu þau handbolta á völlum sem voru málaðir á tjaldstæðinu í dalnum og handboltagolf. Síðan voru veitingar og veittar viðurkenningar hjá 5. og 6. flokkum. 4. flokkur kom svo í grillveislu og verðlaunaafhendingu í Týsheimilinu á þriðjudagskvöld.

Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenningar:

 

4. flokkur kvenna

Besti leikmaðurinn: Elísa Elíasdóttir

ÍBV-ari: Helena Jónsdóttir

Framfarir eldri: Selma Björt Sigursveinsdóttir

Framfarir yngri: Amelía Einarsdóttir

 

4. flokkur karla

Besti leikmaðurinn: Elmar Erlingsson

ÍBV-ari: Richard Óskar Hlynsson

Framfarir: Andri Snær Andersen

Framfarir: Einar Þór Jónsson

 

5. flokkur karla

ÍBV-ari eldri: Kristján Ingi Kjartansson

ÍBV-ari yngri: Ásgeir Galdur Guðmundsson

Framfarir eldri: Skírnir Freyr Birkisson

Framfarir yngri: Helgi Þór Adólfssson

Efnilegastur eldri: Ívar Bessi Viðarsson

Efnilegastur yngri: Birkir Björnsson

 

6. flokkur kvenna

ÍBV-ari eldri: Birna María Unnarsdóttir 

ÍBV-ari yngri: Birna Dögg Egilsdóttir

Framfarir eldri: Sara Margrét Örlygsdóttir

Framfarir yngri: Embla Heiðarsdóttir

Ástundun: Agnes Lilja Styrmisdóttir

 

6. flokkur karla

ÍBV-ari eldri: Jón Gunnar Sigurðsson

ÍBV-ari yngri: Gabríel Snær Gunnarsson

Framfarir eldri: Kristján Logi Jónsson

Framfarir yngri: Sigurður Valur Sigursveinsson

Ástundun eldri: Haukur Leó Magnússon

Ástundun yngri: Morgan Goði Garner

 

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þakkar iðkendum fyrir góðan handboltavetur, hlökkum til að sjá ykkur spræk eftir sumarfrí.