Yngri flokkar - 4. flokkur kvenna Íslandsmeistarar 2019

09.maí.2019  11:03

3. og 4. flokkur karla sigruðu B-úrslitin

Nú er handboltatímabilinu að ljúka og hafa yngri flokkarnir okkar staðið sig vel síðustu vikur í úrslitum Íslandsmótsins, sem hefur skilað sér í tveim Íslandsmeistaratitlum og tveim sigrum í B-úrslitum.

Um helgina varð 4. flokkur kvenna eldra og yngra ár Íslandsmeistarar. Yngra árið sigraði Hauka örugglega 23-12 þar sem Sunna Daðadóttir átti stórleik í markinu og var valin maður leiksins. Eldra árið spilaði gegn Gróttu og vann góðan sigur 28-21 þar sem Hólmfríður Arna Steinsdóttir átti frábæran leik og vara valin maður leiksins.

Einnig áttu strákarnir í 4. flokk góða helgi en þeir sigruðu B-úrslitin á laugardaginn, líkt og strákarnir í 3. flokk gerðu helgina á undan.

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með flottan árangur.

Myndir fengnar frá HSÍ ofl.