Fótbolti - Sigurður Arnar skrifaði undir nýjan samning!

08.nóv.2018  17:18

Sigurður Arnar Magnússon skrifaði undir nýjan samning sem gildir út árið 2020. Sigurður kom sterkur inn í lið ÍBV síðasta sumar og er einn af efnilegri fótboltapeyjum félagsins.

Hann er á leiðinni með U21 landsliði Íslands til Kína á sunnudaginn og óskum við honum góðs gengis.

Við óskum Sigurði Arnari og stuðningsmönnum til hamingju með áframhaldandi samstarf.