Yngri flokkar - Tveir góðir sigrar hjá Eyþóri Orra og félögum í U-15 hjá KSÍ

14.ágú.2018  14:39

Hinn ungi og efnilegi Eyþór Orri Ómarsson spilaði tvo æfingaleiki með U-15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Fyrri leikurinn fór fram á laugardaginn á móti Peking og endaði hann með13-0 sigri Íslands. Seinni leikurinn var spilaður í gær mánudag á móti Hong Kong og lauk honum með 7-0 sigri Íslands, en þess má geta að Eyþór Orri spilaði þann leik sem fyrirliði liðsins.

ÍBV óskar Eyþóri Orra innilega til hamingju með árangurinn.