Yngri flokkar - Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Vestmannaeyjum

26.apr.2018  10:23

Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ, kom til Vestmannaeyja 10. - 11. apríl sl. og var með æfingar fyrir 4. flokk karla og kvenna.

Hæfileikamótunin felst í því að félög í kringum landið fá heimsóknir frá þjálfurum á vegum KSÍ. En í þeim er fylgst með efnilegum leikmönnum hvar sem þá er að finna á landinu.

Markmið hæfileikamótunar er:

  • Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
  • Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
  • Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
  • Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar.
  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.
  • Breyta hugsunarhætti þjálfara og umræðu um leikmenn í aldursflokknum. Kenna þeim að meta hæfileika.
  • Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna, með fræðslu.