Yngri flokkar - Clara í lokahóp U-16 hjá KSÍ

21.mar.2018  08:12

Er í Þýskalandi með U-17

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U-16 kvenna, hefur valið Clöru Sigurðardóttur í lokahóp til þátttöku í UEFA Development Tournament U16 kvenna. Mótið fer fram í Klaipeda í Litháen dagana 8. - 13. apríl nk.

Það er því nóg að gera hjá hinni ungu og efnilegu Clöru, en hún er stödd í Þýskalandi með U-17 ára landsliðinu þar sem þær munu spila í milliriðli undankeppni EM 2018, sem fer fram í Neubrandenburg 20. - 29. mars.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur.