Yngri flokkar - Eyþór Orri á úrtaksæfingar hjá KSÍ

20.mar.2018  13:38

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U-15 og yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur valið Eyþór Orra Ómarsson í  úrtakshóp fyrir æfingar helgina 23. - 25. mars. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Liðið mætir Sviss á Íslandi 8. og 10. maí nk. og eru æfingarnar liður í undirbúningi fyrir þá leiki.

ÍBV óskar Eyþóri Orra innilega til hamingju með valið.