Fótbolti - Felix í U-21 hópi sem mætir Írum og Norður Írum

16.mar.2018  14:05

Felix Örn Friðriksson hefur verið valinn í hóp landsliðsins í knattspyrnu skipað leikmönnum U-21 sem mætir Írum og Norður Írum ytra nú í mars, leikurinn gegn Írum er æfingaleikur 22. mars en leikurinn gegn Norður Írum 26. mars er í riðlakeppninni fyrir EM19. Við óskum Felix til hamingju með áfangann. Þess má til gamans geta að í starfsliði liðsins eru 3 Eyjamenn þeir Tómas Ingi Tómasson aðstoðarþjálfari, Davíð Egilsson læknir og Gunnar Sigurðsson markmannsþjálfari.