Fótbolti - Arnór Gauti og Felix Örn í lokahóp U-21

26.sep.2017  10:02

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 karla, hefur valið Arnór Gauta Ragnarsson og Felix Örn Friðriksson í hópinn sem mætir Slóvakíu 5. október og Albaníu 10. október í riðlakeppni EM19, en báðir leikirnir fara fram ytra.

ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með árangurinn.