Yngri flokkar - Þrír á æfingar hjá KSÍ.

12.jan.2015  13:50
Í dag voru valdir úrtakshópar hjá U-16 og U-17 hjá KSÍ.
Freyr Sverrisson þjálfari U-16 ára landsliðsins í knattspyrnu valdi þá Birki Snæ Alfreðsson og Grétar Þorgils Grétarsson til æfinga með U-16 ára liðinu.
Þá valdi Halldór Björnsson þjálfari  U-17 ára landsliðsins Felix Örn Friðriksson til æfinga með U-17 ára liðinu.
Æfingarnar fara fram í Reykjavík helgina 17-18.janúar.
IBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur.