Yngri flokkar - Eva valin í U-15 hjá HSÍ.

09.jan.2015  08:34
Eva Aðalsteinsdóttir var í dag valin í landsliðshóp U-15 ára í handbolta en valdar voru 27 stúlkur sem eiga leika tvo vináttulandsleiki gegn Skotum en leikirnir fara fram hér á landi um næstu helgi.  Þjálfararnir Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarsson skipta hópnum í tvennt og á Eva að leika seinni leikinn sem fram fer á sunnudeginum.
IBV óskar Evu innilega til hamingju með þennan árangur.