Yngri flokkar - Fimm frá ÍBV í U-17 hjá HSÍ.

19.des.2014  15:20
Í dag völdu þeir Kristján Arason og Konráð Olavson þjálfarar U-17 ára landsliðs Íslands í handbolta æfingahóp sem æfir saman milli jóla og Nýárs.  Þeir félagar völdu hvorki fleirri né færri en 5 leikmenn frá ÍBV en þeir drengir sem urðu fyrir valinu eru, Elliði Snær Viðarsson, Darri Gylfason, Andri Ísak Sigfússon, Logi Snædal og Friðrik Hólm.  Þessir drengir eru vel að þessu vali komnir enda bikarmeistarar í sínum aldursflokki.
Æfingarnar fara fram í Mosfellsbæ.
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum innilega til hamingju með þennan árangur.