Yngri flokkar - Æfingar í fótbolta byrja á morgun

03.nóv.2014  13:53
Þriðjudaginn 4. nóvember byrjar fótboltinn á fullu og verður unnið eftir örlítið breyttri stundatöflu sem er hægt að nálgast hér. Hér á síðunni er líka hægt að nálgast upplýsingar um hvaða þjálfarar verða að þjálfa hjá okkur í vetur. Á morgun byrjar líka tilraunaverkefnið okkar með Íþróttaskóla ÍBV íþróttafélags en þá verða sameiginlegar æfingar hjá handbolta og fótbolta í 1. og 2. bekk. Æft verður í Íþróttahúsinu á þriðjudögum og fimmtudögum en í Eimskipshöllinni mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Á hverri æfingu verða 5 til 6 þjálfarar frá félaginu ásamt nokkrum nemendur úr GRV sem eru aðstoðarþjálfarar á þessum æfingum.