Yngri flokkar - Fimm frá ÍBV á æfingar hjá KSI.

25.sep.2014  08:40
Þorlákur Árnason hefur valið fjóra drengi frá ÍBV í verkefnið hæfileikamótun KSÍ.
Þetta eru þeir Birkir Snær Alfreðsson, Guðlaugaur Guðmundsson, Daníel Már Sigmarsson og Grétar Þorgils Grétarsson en Grétar var um síðustu helgi valin í markmannsskóla KSÍ sem fram fór á Akranesi.
Þá er Sigurður Grétar Benónýsson valin til úrtaksæfinga með U-19 ára landsliðinu en um er að ræða 26 manna úrtakshóp sem æfir saman í Kópavogi um næstu helgi.
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum til hamingju með þennan árangur.