Yngri flokkar - 3. flokkur sigraði C-deildina

08.sep.2014  15:47

unnu Fram í úrslitaleik 2-0. Leika í undanúrslitum Íslandsmótsins

 3. flokkur karla sigraði í gær lið Fram 2-0 en leikurinn fór fram í Þorlákshöfn.
Með þessum sigri tryggðu þeir sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins og leika þar gegn liði KR.
En þeir mæta KR einnig í undanúrslitum bikarkeppni 3. flokks. Bikarleikurinn fer fram næsta laugardag í Reykjavík og áætlað er að undanúrslitin í Íslandsmótinu fari fram fimmtudaginn 18. september.