Yngri flokkar - 3. flokkur karla vann sig upp um deild

05.sep.2014  20:20

unnu BÍ/Bolungarvík 5-1 og tryggðu sæti í B-deild að ári

 3. flokkur karla lék í undanúrslitum C-deildar í kvöld. Þar mættu þeir liði BÍ-Bolungarvíkur og unnu öruggan sigur 5-1 en leikurinn fór fram í Úlfarsárdal, heimavelli Fram í Reykjavík. Með þessu tryggðu strákarnir 3. flokki sæti í B-deild á næsta ári. Þeir munu síðan mæta liði Fram sem vann Gróttu eftir vítaspyrnukeppni í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum. Leikur ÍBV gegn Fram fer fram á sunnudaginn kl:16:00 á (Hvolsvelli/Þorlákshafnarvelli) og mun sigurvegari þeirrar viðureignar komast í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
Uppfært! Nú segir á síðu KSÍ að leikurinn verði á Þorlákshafnarvelli.