Yngri flokkar - Íslandsmeistarar

28.ágú.2014  23:04

6. flokkur kvenna tryggði sér Íslandsmeistaratitil í fótbolta í dag

6. flokkur kvenna tryggði sér í dag 28. ágúst 2014 Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu. Stelpurnar gerðu þetta með glæsibrag, sigruðu fyrr í sumar sinn riðil með fullu húsi stiga og úrslitariðilinn sigruðu þær einnig með fullu húsi, höfðu svo mikla yfirburði að þær voru eina liðið sem kom út með plúsmarkatölu. Árangurinn í úrslitakeppninni má sjá hér á síðu KSÍ http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=33123 ÍBV íþróttafélag er stolt af stelpunum og þjálfurum og óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn glæsta.