Yngri flokkar - 4. flokkur kvenna íslandsmeistarar í handbolta

08.maí.2014  14:59

Stelpurnar í 4 fl kvenna yngri ári hafa heldur betur verið að spila vel í vetur um síðustu helgi tryggðu þær sér Íslandsmeistarititilinn, en fyrr í vetur urðu þær bikarmeistarar, sem sagt tvöfaldir meistarar árið 2014.

Fyrirkomulagið í Íslandsmótinu er þannig að eftir að deildarkeppni lýkur tekur við úrslitakeppni, stelpurnar lentu í 2 sæti í deildinni og spiluðu því við Selfoss sem var efst í 2 deild, sá leikur vannst nokkuð örugglega 23-17, næst fengur stelpurnar H.K. í heimsókn og unnu þann leik 26-21, og þá var komið að úrslitaleiknum en leikirnir voru spilaði í Austurbergi  en þar fóru fram allir úrslitaleikir í öllum yngri flokkum.

Stelpurnar léku á móti Fram, en Fram hafði slegið út deildarmeistara KA í undanúrslitum

Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir okkar stelpur og virtust stelpurnar ekki vera mættar til leik, eftir 10 mín leik var staðan 6-1 fyrir Fram og útlitið ekki gott, stelpurnar voru þarna að spila langt undir getu, en í hálfleik var staðan 11-7 fyrir Fram, eitthvað hefur nú þjálfarinn látið í sér heyra í hálfleik því það var allt annað lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik en framan af þó með basli, breyting á vörn úr 5-1 niðrí í 6-0 skipti sköpum og hægt og bítandi söxuðu stelpurnar á Fram stelpur 1 mín eftir og staðan orðin 17-17 og við tók framlengin, í framlengingunni var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna þarna voru stelpurnar loksins mættar til leiks, spiluðu góða vörn og Inga Hanna lokaði markinu fyrir aftan 20-18 lokatölur í þessum leik fyrir IBV, liðið sýndi frábæran karakter í lokin.

Markaskorar í þessum leik var Þóra Guðný 8 mörk, Ásta og Sirrý R með 5 mörk, Kristín og Díana með 1 mark hvor, Inga Hanna varði um 18 skot í leiknum

Árangur stelpnanna í vetur er einstakur þær spiluðu 19 leiki unnu 16 gerðu 2 jafntefli og töpuðu einum leik í allan vetur, frábær árangur það. Þjálfari stúlknanna er hin margreynda Unnur Sigmarsdóttir, við óskum þessum stúlkum innilega til hamingju með tímabilið