Yngri flokkar - Frábær árangur hjá Elísu og stúlkunum hennar.

18.mar.2014  12:43
Um helgina var fjórða mótið hjá 6. flokki kvenna eldra ári. ÍBV sendi eitt lið til keppni að þessu sinni. Stelpunum gekk mjög vel og unnu alla sína leiki. Í vetur hefur þetta lið alltaf spilað í 1. deild og alltaf unnið. Þannig að með þessum sigri náðu stelpurnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að ennþá sé eitt mót eftir. Stelpurnar unnu flesta leikina nokkuð örugglega og hafa haft nokkra yfirburði í vetur. Þetta eru duglegar og kraftmiklar stelpur sem eru miklir íþróttamenn. 
 
ÍBV óskar Elísu og stúlkunum innilega til hamingju með þennan árangur.